Þjálfari Bristol: Hörður fór ekki af velli vegna mistakanna

,,Við getum verið stoltir af þesssu,“ sagði Lee Johnson stjóri Bristol City eftir að hafa tapað gegn Manchester City í undanúrslitum.

Bristol tapaði 5-3 samanlagt en Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City í kvöld.

,,Við vorum nálægt því að gera jafntefli við þá í dag, þeir eru líklega besta lið sem ég hef séð spilað. Við gáfumst aldrei upp, við reyndum að sækja þegar við gátum. Það eru ekki mörg lið sem skora tvö gegn City.“

Herði var kippt af velli í hálfleik en hann hafði gert slæm mistök í fyrsta marki City. Mistökin voru ekki ástæða þess að hann fór af velli.

,,Það er það sem er svekkjandi, slakt mark á að fá á sig. Okkur var refsað, við lærum af þessu. Við erum gott lið í Championship deildinni.“

,,Þetta snérist um að sækja, þetta voru mistök Harðar. Það voru menn sem gerðu mistök á undan honum, þetta var ekki vegna mistaka hans sem hann fór af velli. Við urðum að sækja.“


desktop