Þjálfari Tottenham látinn eftir hjartastopp á æfingu í gær

Ugo Ehiogu þjálfari hjá Tottenham lést í morgun eftir að hafa fengið hjartastopp á æfingu í gær.

Ehiogu þjálfaði U23 ára lið Tottenham og var á æfingasvæðinu í dag.

Hann hneig niður þar og var fluttur á sjúkrahús en hann var í daginn úrskurðaður látinn.

,,Orð fá því ekki lýst hvernig áfallið og sorgin er í dag hjá félaginu,“ sagði yfirmaður þjálfara hjá Tottenham, John McDermott.

Ehiogu átti flottan feril sem leikmaður og lék meðal annars lengi með Aston Villa. Hann var 44 ára gamall þegar hann lést.


desktop