Þrír lykilmenn Arsenal voru að framlengja

Arsenal færði stuðningsmönnum sínum góðar fréttir nú rétt í þessu þegar þrír franskir leikmenn framlengdu við félagið.

Olivier Giroud, Laurent Koscielny og Francis Coquelin hafa allir gert nýjan samning.

Þetta eru allt leikmenn sem spila stórt hlutverk undir stjórn Arsene Wenger.

Giroud hefur alltaf reynst Arsenal vel þrátt fyrir að vera ekki allra.

Koscielny er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og bindur vörn liðsins saman. Coquelin hefur svo stimplað sig inn síðustu ár á miðju liðsins.


desktop