Tilboð Arsenal langt frá því að vera nógu hátt

Tilboð Arsenal í framherjann Andrea Belotti var ekki nærrum því nógu hátt segir umboðsmaður leikmannsins.

Þessi 23 ára gamli strákur hefur skrorað 17 mörk í 21 leik á tímabilinu og fékk Torino risatilboð frá Arsenal.

Arsenal bauð 65 milljónir evra í leikmanninn en það er þó ekki nærrum því nógu hátt samkvæmt Manuel Lancini, umboðsmanni Belotti.

,,Það eru mörg félög sem hafa áhuga en 65 milljónir evra er ekki nóg fyrir hann,“ sagði Lancini.

,,Samkvæmt samningnum hans þá fer hann á 100 milljónir evra og það er það eina sem við getum sagt.“


desktop