Tíu launahæstu – De Bruyne og Sanchez fóru upp listann í gær

Alexis Sanchez varð í gær launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt enskum blöðum.

Sanchez er sagður þéna á bilinu 300 til 350 þúsund pund á viku í föst laun.

Á sama tíma varð Kevin de Bruyne þriðji launahæsti leikmaður deildarinnar en hann gerði fimm og hálfs árs samning við City í gær.

Manchester United á fimm af tíu hæst launuðust leikmönnum deildarinnar. Manchester City á þrjá, Chelsea einn og Liverpool sömuleiðis.

Tíu launahæstu:
Alexis Sanchez Manchester United £350,000
Paul Pogba Manchester United £290,000
Kevin De Bruyne Manchester City £280,000
Romelu Lukaku Manchester United £250,000
Sergio Aguero Manchester City £220,000
Yaya Toure Manchester City £220,000
Zlatan Ibrahimovic Manchester United £220,000
David de Gea Manchester United £200,000
Eden Hazard Chelsea £200,000
Virgil van Dijk Liverpool £180,000


desktop