Tölfræði: De Gea er lang besti markmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni

David de Gea, markmaður Manchester United er lang besti markmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hann hefur verið magnaður á þessari leiktíð, ekki bara í ensku úrvalsdeildinni heldur líka í Meistaradeildinni.

De Gea er reglulega orðaður við brottför frá Manchester United en hann var nálægt því að ganga til liðs við Real Madrid árið 2015.

Hann er reglulega orðaður við Real Madrid og þá er PSG einnig sagt hafa áhuga á honum en þeir vilja fá til sín heimsklassa markmann í sumar.

United ætlar hins vegar að bjóða honum nýjan samning samkvæmt nýjustu fréttum á Englandi og gera hann að launahæsta markmanni heims.

Eins og áður sagði hefur hann verið algjörlega magnaður á tímabilinu en tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop