Tölfræði: Framherji Stoke með fleiri stoðsendingar en Paul Scholes

Peter Crouch, framherji Stoke hefur verið seigur á þessari leiktíð þrátt fyrir takmarkaðan spilatíma.

Þessi 36 ára gamli framherji hefur komið inná í sjö leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú þegar skorað þrjú mörk.

Crouch kom til Stoke frá Tottenham en þessi 36 ára gamli framherji hefur m.a spilað með Portsmouth, Aston Villa, Southampton, Norwich og Liverpool á ferlinum.

Athygli vekur að hann er nú með fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni eða 56 talsins en Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United lagði upp 55 mörk á tíma sínum í deildinni.

Scholes er af mörgum talinn besti miðjumaðurinn sem spilað hefur í deildinni og því hefur þessi tölfræði vakið verðskuldaða athygli.


desktop