Tölfræðin sannar að Pogba er mikilvægasti leikmaður United

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United snéri aftur um helgina í 4-1 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var frábær í leiknum og lagði upp fyrsta mark liðsins fyrir Anthony Martial og skoraði svo sjálfur þriðja markið eftir sendingu frá Marcus Rashford.

Þetta var fyrsti leikur Pogba fyrir United síðan í september en hann tognaði aftan í læri gegn Basel í Meistaradeildinni.

United hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel án Pogba en athygli vekur að liðið vinnur 80% leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni þegar Pogba er með, ásamt því að skora 3,2 mörk að meðaltali í leik.

Þegar hann spilar ekki þá vinnur liðið 57% leikja sinna og skorar að meðaltali 1,6 mörk og því ljóst að hann er liðinu afar mikilvægur.

Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop