Topp tíu – Efnilegustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Það er mikið af efnilegum leikmönnum í herbúðum liða í ensku úrvalsdeildinni.

Margir eru byrjaðir að fá tækifæri reglulega og aðrir bíða þolinmóðir.

Sumir eru í raun orðnir lykilmenn hjá sínu félagi og hafa verið það síðustu mánuði.

Football365 tók saman tíu efnilegustu leikmenn deildarinnar en leikmaðurinn má ekki vera orðinn 20 ára gamall.

Listinn er hér að neðan.

10. Cameron Carter-Vickers
Leikmaður Tottenham sem hefur vakið athygli, er 19 ára varnarmaður sem hefur alist upp hjá félaginu. Gæti orðið stjarna hjá félaginu.

9. Tom Davies
Ungstirni Everton er að brjóta sér leið í gegnum unglingastarf félagsins en Ronaldo Koeman hefur mikla trú á Davies. Hefur spilað síðustu þrjá leiki í deildinni.

8. Josh Sims
Einn af þeim leikmönnum sem Southampton hefur búið til, byrjaður að fá tækifæri og ætti að verða stjarna miðað við sögu félagsins hingað til.

7. Ovie Ejaria
Hefur spilað sex leiki hjá Liverpool á þessu tímabili og eru menn byrjaðir að líka honum við Raheem Sterling. Jurgen Klopp er góður að höndla unga leikmenn og þvi er Ovje í góðum höndum.

6. Marcus Edwards
Líkt við Lionel Messi en það hjálpar leikmanni Tottenham ekki mikið enda kröfurnar gætu orðið of miklar, er harður í horn að taka.

5. Reece Oxford
Miðvörðurinn hefur verið rosalega eftirsóttur en ákvað að framlengja við West Ham, varð 18 ára í síðasta mánuði og gæti orðið stjarna hjá enska landsliðinu.

4. Jeff Reine-Adelaide
Þessi franski unglingalandsliðsmaður er að banka á dyrnar hjá Arsenal og Arsene Wenger hefur sagt að Reine-Adelaide sé sérstakur ungur leikmaður. Er miðjumaður og gæti fengið tækifæri.

3. Tammy Abraham
Einn af 35 leikmönnum sem eru í láni frá Chelsea, raðar inn mörkum fyrir Bristol og gæti fengið tækifæri á Stamford Bridge von bráðar.

2. Joe Gomez
Varnarmaðurinn hjá Liverpool er að koma til baka eftir erfið meiðsli en þeir sem hafa séð Gomez vita að hann er frábær leikmaður og gæti náð mjög langt.

1. Marcus Rashford
Hér er án nokkurs vafa efnilegasti leikmaður deildarinnar, minna en ár síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir United en hann hefur skorað mjög reglulega síðan þá.


desktop