Tottenham lagði West Ham í fimm marka leik

West Ham 2-3 Tottenham
0-1 Harry Kane(34′)
0-2 Harry Kane(38′)
0-3 Christian Eriksen(60′)
1-3 Javier Hernandez(65′)
2-3 Cheikhou Kouyate(87′)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var nú að ljúka og var boðið upp á mikið fjör á London Stadium.

Tottenham heimsótti þá West Ham í sjöttu umferð og virtist lengi ætla að sækja í auðveldan sigur.

Tottenham komst í 3-0 í dag með mörkum frá Harry Kane og Christian Eriksen en Kane gerði tvö.

Á 70. mínútu fékk svo Serge Aurier heimskulegt rautt spjald hjá Tottenham og liðið manni færri.

West Ham nýtti sér það og skoraði tvö mörk en þeir Javier Hernandez og Cheikhou Kouyate gerðu mörkin.

Lengra komust heimamenn þó ekki og lokastaðan 3-2 fyrir Tottenham í hörkuleik.


desktop