Tottenham slátraði Liverpool á Wembley

Tottenham tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag á Wembley en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Harry Kane kom Tottenham yfir strax á 3. mínútu og Heung-Min Son tvöfaldaði forystuna á 12. mínútu eftir hörmulegan varnarleik Liverpool

Mohamed Salah minnkaði muninn á 24. mínútu áður en Dele Alli skoraði þriðja markið á 47. mínútu og staðan því 3-1 í hálfleik.

Harry Kane gerði svo útum leikinn á 56. mínútu þegar hann skoraði fjórða mark Tottenham og lokatölur því 4-1 fyrir heimamenn.

Tottenham jafnar Manchester United að stigum með sigrinum og fer í 20 stig en Liverpool er nú í níunda sæti deildarinnar með 13 stig, 12 stigum á eftir Manchester City sem er á toppnum í deildinni.


desktop