Tveir gamlir refir líklegastir til að taka við Leicester

Craig Shakespeare var í dag rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Leicester eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Shakespeare tók við Leicester á síðustu leiktíð þegar Claudio Ranieri var rekinn úr starfi.

Nú leitar Leicester að eftirmanni Shakespeare og tveir gamlir refir eru líklegastir til að taka við.

Samkvæmt veðbönkum er líklegast að Roberto Mancini eða Guus Hiddink taki við Leicester. Mancini stýrir Zenit í Rússlandi í dag.

Hiddink hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir dvöl sína hjá Chelsea.

Frank de Boer og Sam Allardyce eru einnig ofarlega á lista yfir menn sem gætu tekið við.


desktop