Tveir lykilmenn Liverpool gætu spilað gegn United

Tveir lykilmenn Liverpool hefja æfingar í dag og gætu spilað gegn Manchester United á sunnudag.

Jordan Henderson og Joel Matip hafa báðir misst af síðustu leikjum.

Henderson er afar mikilvægur liðinu en fyrirliðinn hefur spilað stórt hlutverk eftir að Jurgen Klopp tók við.

Matip kom til Liverpool síðasta sumar og hefur stimplað sig hressilega inn.

Ljóst er að það myndi styrkja Liverpool talsvert fyrir sunnudaginn að fá Matip inn en Ragnar Klavan hefur spilað talsvert undanfarið.


desktop