Tvö mörk frá Alonso og sjálfsmark Batshuayi á Wembley

Tottenham 1 – 2 Chelsea:
0-1 Marcos Alonso (´24)
1-1 Michy Batshuayi (´82) (Sjálfsmark)
1-2 Marcos Alonso (´88)

Chelsea er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Tottenham á Wembley í dag.

Marcos Alonso skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann kom Chelsea yfir.

Markið var af dýrar gerð beint úr aukaspyrnu.

Michy Batshuayi sem kom inn sem varamaður varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Christian Eriksen.

Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma tryggði svo Alonso Chelsea sigurinn með föstu skoti sem Hugo Lloris átti líklega að verja.

Tottenham er með þrjú stig eftir tvo leiki og sömu sögu er að segja af Chelsea


desktop