Ummæli Oscar um Heimsmeistaramótið og fátækt vekja athygli

Oscar, leikmaður Shanghai SIPG gekk til liðs við kínverska félagið á síðasta ári.

Hann kom til félagsins frá Chelsea en hann er einungis 26 ára gamall og var hann talsvert gagnrýndur fyrir félagaskipti sín til Kína.

Oscar var einn af lykilmönnum Chelsea, áður en hann fór til Kína en hann er á meðal launahæstu knattspyrnumanna í heiminum í dag.

„Mér er alveg sama hvort ég fari á Heimsmeistaramótið, fólk gagnrýnir mig bara fyrir að hafa farið til Kína,“ sagði hann á dögunum.

„Ég setti fjölskylduna í fyrsta sæti og framtíð mína og tók ákvörðun útfrá því og þess vegna fór ég til Kína.“

„Ég vil ekki verða fátækur í ellinni og lifa á gömlum minningum um að hafa spilað á Heimsmeistaramótinu,“
sagði hann að lokum.


desktop