Ungur framherji Chelsea með óraunhæfar launakröfur

Chelsea mun í sumar missa einn sinn efnilegast leikmann en framherjinn Dominic Solanke er á förum.

Framherjinn er með launakröfur sem eru miklu hærri en það sem Chelsea er tilbúið að borga.

Solanke fer fram á 50 þúsund pund á viku ef hann á að gera nýjan samning.

Everton, Newcastle og fleiri lið vilja fá hann og eru klár í að greiða honum hærri laun en Chelsea.

,,Það er vilji hans að fara, það er betra að spyrja hann um þetta. Hann er ungur leikmaður sem gæti verið áfram hjá frábæru félagi,“
sagði Antonio Conte stjóri Chelsea.

,,Við verðum að virða hans ákvörðun, ég hef rætt við hann og reynt að skilja þetta. Ég óska honum og fjölskyldu hans góðs gengis.“

Solanke er 19 ára gamall og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands.


desktop