Ungur leikmaður Liverpool varð fyrir kynþáttaníð

Rhian Brewster, ungur leikmaður Liverpool varð fyrir kynþáttaníð í leik liðsins gegn Spartak Moskvu í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Framherjinn varð fyrir kynþáttaníð frá leikmanni Moskvu og þurftu leikmenn liðsins og starfslið félagsins að halda aftur af honum í leikslok.

Brewster lét dómara leiksins vita af atvikinu sem setti það í skýrslu hjá sér en leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool í dag.

Síðast þegar að liðin mættust í Rússlandi varð Bobby Adekanye fyrir kynþáttaníð úr stúkunni en Liverpool kærði atvikið til UEFA.

Þeir munu gera slíkt hið sama í þessu tilfelli en þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér.


desktop