United ætlar að virkja klásúlu í samningi Herrera

Manchester United ætlar að virkja klásúlu í samningi Ander Herrera, miðjumanni liðsins en það er Mail sem greinir frá þessu.

Samningur hans á að renna út næsta sumar en ef United virkjar klásúluna framlengist hann til sumarsins 2019.

Herrera hefur verið sterklega orðaður við Atletico Madrid að undanförnu en United er ekki tilúið að missa leikmanninn frítt næsta sumar.

Jose Mourinho hefur treyst mikið á miðjumanninn síðan hann tók við liðinu og hefur hann verið fastamaður á miðjunni.

Herrera kom til United árið 2014 frá Athletic Bilbao og hefur spilað tæplega 100 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.


desktop