United bannar City að taka upp heimildarmynd

Manchester United hefur hafnað því að teymi frá Manchester City fái að taka upp heimildarmynd bak við tjöldin á Old Trafford.

City er að gera heimildarmynd um allt tímablið í samstarfi við Amazon Prime.

City fær 10 milljónir punda fyrir þetta en öll félög hafa hingað til hleypt tökumönnum City á völlinn.

United hefur hins vegar ekki áhuga á að fá tökuliðið inn á Old Trafford á sunnudag þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Mikill rígur er á milli liðanna en myndin um City kemur út síðar á þessu ári.


desktop