United býður Rooney að snúa aftur til félagsins

Wayne Rooney hefur boð um að snúa aftur til Manchester United þegar hann leggur skóna á hilluna. Manchester Evening News segir frá.

Rooney yfirgaf United á dögunum en hann gekk í raðir Everton á nýjan leik.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United en hann var hjá félaginu í þrettán ár.

United hefur látið Rooney vita af því að honum standa til boða að snúa aftur til félagsins sem sendiherra.

Sir Alex Ferguson og fleiri eru sendiherrar hjá United og geta fengið vel borgað fyrir slík störf.


desktop