United framlengir samning Fellaini

Manchester United hefur framlengt samningi Marouane Fellaini til ársins 2018.

Fellaini átti að verða samningslaus í sumar en United hefur virkt ákvæði í samningi hans.

Belginn er umdeildur leikmaður og margir stuðningsmenn United eru ekki sáttir með hann.

Fellaini kom til United sumarið 2013 og hefur síðan þá verið umtalaður. Jose Mourinho hefur hinsvegar gefið honum mikið traust þrátt fyrir baul frá stuðningsmönnum.

Fellaini skoraði annað mark United gegn Hull á þriðjudag í undanúrslitum deildarbikarsins.


desktop