United gæti grætt háar upphæðir með því að selja nafnið á vellinum

Manchester United missir af 26 milljónum punda á ári með því að selja ekki nafnið á heimavelli sínum.

Old Trafford er heilagt nafn í augum stuðningsmanna United og því hefur félagið ekki farið þá leið.

Duff & Phelps sem er fjármálafyrirtæki segir frá þessu.

Um er að ræða 7 milljónum punda meira en Manchester City fær fyrir að að völlur félagsins heiti Ethiad völlurinn.

Líklegt er að eigendur United skoði þennan möguleika enda snýst leikurinn í dag um peninga.


desktop