United gæti kallað varnarmann til baka úr láni

Manchester United gæti verið að kalla Cameron Borthwick-Jackson til baka úr láni samkvæmt enskum miðlum.

Þessi 19 ára gamli leikmaður gekk í raðir Wolves í sumar en hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Borthwick-Jackson hefur aðeins spilað sjö leiki fyrir liðið og síðasti leikur hans kom í nóvember.

Jose Mourinho er talinn vilja fá leikmanninn aftur í sínar raðir og ætlar að gera hann part af aðalliði félagsins.

Englendingurinn á að baki 10 deildarleiki fyrir United og þá 14 leiki í öllum keppnum.


desktop