United ku leiða kapphlaupið um Fabinho

Samkvæmt Marca í dag er Manchester United búið að stíga stórt skref í átt að því að kaupa Fabinho frá Monaco.

Fabinho er 23 ára gamall en hann getur bæði spilað sem bakvörður og miðjumaður.

Hann var ein af stjörnum Monaco á þessu tímabli þegar liðið vann frönsku úrvalsdeildina.

Samkvæmt frétt dagsins er United að setja allt á fullt til að kaupa Fabinho en Jorge Mendes er umboðsmaður hans en hann er einnig umboðsmaður Jose Mourinho.


desktop