United sagt ætla að jafna tilboð Real Madrid í Harry Kane

Manchester United ætlar sér að kaupa Harry Kane, framherja Tottenham næsta sumar en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu.

Kane hefur verið magnaður í upphafi leiktíðar og hefur nú skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu en spænska félagið er sagt tilbúið að borga í kringum 170 milljónir punda fyrir framherjann.

Það myndi gera Kane að næst dýrasti leikmanni heims en United er sagt tilbúið að jafna þessa upphæð, næsta sumar.


desktop