United sagt vera búið að selja Fellaini

Manchester United er búið að selja Marouane Fellaini, miðjumann félagins til Beskitas en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu í dag.

Samkvæmt fréttum frá Englandi hljóðar kaupverðið upp á átta milljónir punda og mun hann fara til Tyrklands í janúar á næsta ári.

Mourinho verður að selja leikmenn ef hann vill bæta nýjum við og hefur nú ákveðið að fórna Belganum sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan hann kom frá Everton árið 2013.

Hann hefur aldrei verið í náðinni hjá stuðningsmönnum liðsins en hann kom við David Moyes frá Everton þegar Skotinn tók við liðinu.


desktop