United tapar háum fjárhæðum vegna breytinga Trump

Manchester United fékk sína verstu útkomu í tæp átta ár þegar félagið tilkynnti afkomu sína í gær.

Um er að ræða afkomu fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs en þar tapaði United 29 milljónum punda.

Um er að ræða tap vegna gengisbreytinga og slíkra hluta en United skrifar þetta á skattabreytingar Donald Trump.

Félagið hefur þó ekki áhyggjur af þessu og telur að breytingar Trump muni nýtast félaginu til lengri tíma. Mikið af skuldum United er í dollurum en félagið er gert upp í pundumm.

,,Við ættum að njóta góðs af breytingum Trump til lengri tíma,“ sagði Cliff Baty yfirmaður fjármála hjá United


desktop