United vill Alderweireld í sumar

Manchester Evening News segir að Manchester United vilji kaupa Toby Alderweireld varnarmann Tottenham.

Alderweireld hefur hafnað því að skrifa undir nýjan samning við Spurs.

Alderweireld vill verulega launahækkun sem Tottenham vill ekki ganga að.

Því gæti farið að Tottenham selji miðvörðinn frá Belgíu og Manchester United vantar slíkan.

Alderweireld er að stíga upp úr meiðslum en samningur hans rennur út árið 2019. Spurs getur þó framlengt hann um eitt ár.


desktop