Van Ginkel aftur til Hollands

PSV Eindhoven í Hollandi hefur staðfest að að Marco van Ginkel sé á leið til félagsins.

PSV hefur náð samkomulagi við Chelsea um að fá miðjumanninn á láni út næstu leiktíð.

Þessi 24 ára gamli leikmaður kom til Chelsea árið 2013 en hefur fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins.

Van Ginkel hefur tvisvar áður verið lánaður til PSV og mun nú enn eina ferðina spila í Hollandi.

PSV hafði áhuga á að kaupa Van Ginkel en hann hefði kostað félagið 10 milljónir punda.


desktop