Var fast skotið á Defoe í klefanum – Hann svaraði fyrir sig

Jermain Defoe framherji Sunderland er mættur aftur í enska landsliðið eftir talsverða fjarveru en hann gerir það gott.

Defoe er 35 ára gamall en hann var kallaður inn í hópinn sem undirbýr sig nú í dag.

Framherjinn hafði ekki gefið upp alla von um að komast aftur í enska landsliðið því alltaf var hann með enska fánann á takkaskónum sínum.

Byrjað var að gera grín að Defoe í búningsklefa Sunderland þar sem hann var alltaf með fánann á skónum.

,,Það var fast skotið á mig í klefanum fyrir að vera með fánann á skónum;“ sagði Defoe sem hefur alltaf látið sig dreyma um endurkomu.

,,Ég gafst aldrei upp,“ sagði Defoe við fréttamenn í dag en hann hefur staðið upp úr í mjög slöku Sunerland liði í ár.


desktop