Verður Gylfi Þór dýrasti leikmaður Íslandssögunnar?

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Swansea og íslenska landsliðsins gæti orðið dýrasti leikmaður Íslandssögunnar í sumar en það er Mail sem greinir frá þessu.

Miðjumaðurinn hefur verið magnaður fyrir Swansea á þessari leiktíð og er stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað með ellefu stykki.

Swansea hefur hins vegar verið í basli á leiktíðinni og situr í sautjánda sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Ronald Koeman, stjóri Everton er mikill aðdáandi leikmannsins og er miðjumaðurinn sagður vera efstur á óskalista Hollendingsins sem vill bæta við sig mörkum á miðsvæðinu.

Samkvæmt Mail er Everton tilbúið að borga 35 milljónir punda fyrir Gylfa en það samsvarar rúmlega 4,7 milljörðum íslenskra króna.


desktop