Verður Van Gaal þjálfari á HM í sumar?

Louis van Gaal gæti verið á meðal þeirra 32 þjálfara sem verða á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Ástralía leitar sér að nýjum þjálfara og ræðir nú við Van Gaal.

Van Gaal hefur verið án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United árið 2016.

Van Gaal hafnaði því að taka við Belgíu, hann vildi að United þyrfti að greiða sér laun út samningstíma hans.

Van Gaal kom Hollandi í undanúrslit á HM í Brasilíu árið 2014.


desktop