Victor Lindelof sendir Mourinho skýr skilaboð

Victor Lindelof, varnarmaður Manchester United hefur hvatt Jose Mourinho, stjóra liðsins til þess að nota sig meira á næstu vikum.

Varnarmaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði United á þessari leiktíð en hann kom til félagsins frá Benfica, síðasta sumar.

United hefur verið í vandræðum, varnarlega að undanförnu og voru miðverðir liðsins harðlega gagnrýndir eftir tapið gegn Newcastle um helgina.

„Ég get spilað sem hægri bakvörður, ég spilaði þá stöðu þegar að ég var yngri,“ sagði Lindelof.

„Ég hef hins vegar spilað sem miðvörður, undanfarin ár og þar líður mér best. Ég get hins vegar spilað margar stöður á vellinum.“

„Ég þarf að fá traustið til þess að geta sýnt hvað ég get,“ sagði hann að lokum.


desktop