Vonar að meiðsli Rashford séu ekki alvarleg

Jose Mourinho stjóri Manchester United vonast til þess að meiðsli Marcus Rashford séu ekki alvarleg.

Rashford skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri á Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær.

Skömmu eftir það fór Rashford meiddur af velli en hann hefur verið hálf tæpur undanfarið.

,,Þetta er eitthvað í hnénu, ég hélt í fyrstu að þetta væri krampi en hann sagðist finna til í hnénu,“
sagði Jose Mourinho eftir sigurinn.

,,Ég vona að þetta séu ekki alvarleg meiðsli.“

United má ekki við mikið fleiri meiðslum en nokkrir lykilmenn eru nú þegar frá.


desktop