Vonast til að feta í fótspor Vidic og Ferdinand

Eric Bailly miðvörður Manchester United vonast eftir því að feta í fótspor Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hjá félaginu.

Bailly kom til Unied fyrir ári síðan frá Villarreal og átti ágætis spretti á fyrsta tímabili.

Hann vonast eftir því að komast í hóp bestu miðvarða félagsins.

,,Þú verður að skoða þá sem hafa verið hérna, ég reyni að feta í fótsport Vidic og Rio Ferdinand,“ sagði Bailly.

,,Þear ég kom til United þá var skrefið stórt frá Villarreal. Stjórinn hafði trú á mér og ég var sá fyrsti sem hann keypti.“

,,Þetta er ekki einfallt, þú kemur í lið þar sem leikmenn hafa meiri reynslu og enska deildin er líka erfið og ég þurfti að kynnast fótboltanum hérna.“


desktop