Watford með mikilvægan sigur á Everton

Watford 1 – 0 Everton
1-0 Troy Deeney (79′)

Watford tók á móti Everton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur og tókst hvorugu liðinu að skapa sér afgerandi marktækifæri.

Það var Troy Deeney sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton í dag en var skipt af velli fyrir Yannick Bolasie á 82. mínútu.

Watford er áfram í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Everton sem er í níunda sætinu.


desktop