Wenger ætlar að halda áfram að þjálfa – Arsenal eða annað lið

Arsene Wenger stjóri Arsenal ætlar sér ekki að hætta í þjálfun næsta sumar sama hvort hann haldi áfram með Arsenal eða ekki.

Wenger tók við Arsenal 19996 en gríðarleg pressa er á honum í starfi í dag.

Samningur hans er á enda í sumar og eru margir stuðningsmenn sem vilja losna við hann.

Sá franski er hinsvegar ekki klár í að hætta í þjálfun og fer annað ef hann yfirgefur ARsenal.

,,Ég verð að þjálfa á næsta tímabili, sama hvort það sé hér eða á öðrum vettvangi,“ sagði Wenger í dag.

,,Arsenal verður alltaf í örggum höndum hvort sem ég stýri liðinu áfram eða ekki.“


desktop