Wenger: Ekki gaman að missa Sanchez

Manchester United hefur staðfest kaup sína á Alexis Sanchez en það var gert nú rétt í þessu.

Sanchez skrifaði undir samning við United í dag en hann kemur frá Arsenal.

Sanchez mun klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United.

Hann kemur til United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fer til Arsenal og gerir samning við félagið.

,,Sanchez er frábær atvinnumaður sem lagði fram til síðasta dags,“ sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal.

,,Á æfingum og fyrir leiki var hann alltaf á fullu, ég efaðist aldrei um hann.“

,,Hann er heimsklassa leikmaður sem gerði mikið hérna, ég vil þakka honum fyrir hans framlag og óska honum góðs gengis.“

,,Hann var háður Arsenal og við honum, það er ekki gaman að missa hann en svona er fótboltinn.“


desktop