Wenger hvílir sjö lykilmenn á morgun

Arsene Wenger stjóri Arsenal ætlar að hvíla sjö lykilmenn í leik gegn Köln í Evrópudeildinni á morgun.

Wenger ætlar að treysta öðrum mönnum í verkefnið en um er að ræða fyrsta leik liðanna.

Petr Cech markvörður liðsins verður ekki í liðinu og Laurent Koscielny mun ekki standa í vörninni.

Alexandre Lacazette og Danny Welbeck verða ekki í framlínu Arsenal og þá verða Mesut Özil, Aaron Ramsey og Granit Xhaka verða ekki á miðsvæðinu.

Talið er að Jack Wilshere fái tækifæri í byrjunarliði Arsenal en hann hefur ekkert spilað í ár.


desktop