Wenger: Mál Sanchez skýrist á næstunni

,,Það er óvissa með mál hans, það hefur ekki nein ákvörðun verið tekinn. Ég skildi hann því eftir heima,“ sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal um þá ákvörðun að hafa Alexis Sanchez ekki í hóp í dag.

Sanchez er sagður á förum frá Arsenal og berjast Manchester City og United um hann.

Ensk götublöð telja meiri líkur á því að Sanchez fari til United.

,,Málið skýrist á næstunni en ekki lesa of mikið í þetta, ég veit ekki hvernig þetta fer.“

,,Maður einbeitir sér að þeim leikmönnum sem eru á vellinum og gera vel fyrir félagið.“

Wenger var spurður að því hvort hann gæti svarað því hvert Sanchez færi. ,,Nei,“ sagði sá franski.


desktop