Wenger: Möguleiki á að við seljum Özil og Sanchez í janúar

Arsene Wenger stjóri Arsenal segir möguleika á því að Mesut Özil og Alexis Sanchez verði seldir í janúar.

Báðir verða samningslausir eftir tímaiblið og ekkert hefur gengið í því að framlengja við þá.

,,Við erum ekki að ræða við þá þessa stundina,“ sagði Arsene Wenger um nýjan samning.

Wenger veit að það gæti verið skynsamlegt að selja þá í janúar í stað þess að missa þá frítt næsta sumar.

,,Þegar maður er í þessari stöðu þá þarf maður að skoða hvern einasta möguleika.“

,,Það er möguleiki á því að þeir verði seldir í janúar.“


desktop