Wenger tjáir sig um stuðningsmenn sem eru hættir að mæta á völlinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal hefur tjáð sig um þá stuðningsmenn liðsins sem eru hættir að mæta á völlinn.

Gengi Arsenal á þessari leiktíð hefur verið langt undir væntingum og eru stuðningsmenn Arsenal margir búnir að fá sig fullsadda á Wenger.

Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og þarf á kraftaverki að halda til þess að ná Meistaradeildarsæti í vor.

„Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðunni,“ sagði Wenger þegar að hann var spurður út í málefnið.

„Ég vil að stuðningsmenn okkar mæti á völlinn og styðji liðið. Ég vil að þeir séu ánægðir.“

„Starf okkar er margþætt. Það er hluti af starfi okkar sem knattspyrnumenn að vinna stuðningsmennina aftur á okkar band.“

„Allir hjá félaginu vilja að stuðningsmennirnir séu ánægðir,“ sagði Wenger að lokum.


desktop