Wenger: Við erum ekki búnir að semja við Kolasinac

Arsene Wenger, stjóri Arsenal þvertekur fyrir að félagið sé búið að semja við Sead Kolasinac, bakvörður Schalke.

Enskir fjölmiðlar fullyrtu að leikmaðurinn væri búinn að semja við Arsenal á dögunum en Wenger útilokar það.

„Ég ætla að fá að neita þessum sögusögnum á þessum tímapunkti.“

„Það hefur ekkert samkomulag verið gert en við sjáum hvað gerist í sumar.“


desktop