Wenger vongóður um að Özil framlengi

Arsene Wenger stjóri Arsenal er vongóður um að Mesut Özil geri nýjan samning við félagið.

Özil verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað krota undir nýjan samning.

Wenger heldur hins vegar í vonina um að sá þýski geri það. Wenger vill einnig framlengja við Jack Wilshere en hefur játað sig sigraðan varðandi Alexis Sanchez.

,,Það er enn möguleiki á að Özil verði áfram,“
sagði Wenger.

,,Það stefnir í að Sanchez fari en við viljum halda Jack Wilshere og ef við gætum haldið Özil þá væri það gott. Þá myndum við missa minna úr okkar röðum.“


desktop