Yorke bannað að koma til Bandaríkjanna

Dwight Yorke fyrrum framherji Manchester United ætlaði sér að slaka á í Bandaríkjunum á næstunni.

Honum var hinsvegar að bannað að koma inn í landið en hann ætlaði til Miami.

Yorke er frá Trínidad og Tóbagó en hann var með stimpil frá Íran í vegabréfi sínu.

Bandaríkin hafa verið að herða eftirlit og verið að banna aðilum frá nokkrum löndum að koma þangað.

Búið er hinsvegar að aflétta því banni en þrátt fyrir það var Yorke bannað að koma til landsins.

Þessi fyrrum framherji var hissa enda átti hann ekki von á þessum tíðindum.


desktop