Zabaleta með tilboð frá liðum á Englandi

Pablo Zabaleta, leikmaður Manchester City, útilokar það ekki að spila á Englandi á næstu leiktíð.

Zabaleta er á förum frá City eftir tímabilið en þessi 32 ára gamli leikmaður er að verða samningslaus.

,,Ég hef verið á Englandi í svo mörg ár. Ég nýt þess að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Zabaleta.

,,Ég er með nokkur tilboð frá liðum í úrvalsdeildinni og einnig erlendis frá. Ég er að íhuga hvað er best fyrir mig og mína fjölskyldu.“


desktop