Zaha sér ekki eftir að hafa hafnað Englandi

Wilfried Zaha sér alls ekki eftir því að hafa valið Fílabeinsströndina fram yfir England en hann mun leika með fyrrnefndri þjóð.

Zaha átti möguleika á að spila fyrir bæði löndin en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur nú ákveðið sig.

,,Fyrst og fremst er ég stoltur af því að spila fyrir mína þjóð. Þeir eru með marga gæðaleikmenn,“ sagði Zaha.

,,Ég hef tekið mína ákvörðun og vil spila fyrir Fílabeinsströndina. Ákvörðunin er tekin og ég sé ekki eftir því.“


desktop