Zlatan byrjaður að skoða hús í Beverly Hills

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United hefur verið sterklega orðaður við Los Angeles Galaxy að undanförnu.

Samningur hans við United rennur út í sumar og getur hann því farið frítt frá félaginu þann 1. júlí næstkomandi.

Mail greinir frá því í dag að Zlatan sé byrjaður að skoða hús í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Beverly Hills.

Fjölskyldumeðlimir hans eiga að hafa flogið til Bandaríkjanna á dögunum til þess að finna nýtt húsnæði.

Zlatan hefur ekkert spilað síðan í lok desember vegna hnémeiðsla en hann byrjaði að æfa af fullum krafti í síðustu viku.


desktop