Zlatan: Ég er eins og Indiana Jones

Zlatan Ibrahimovic framherji Manchester United hlóð í þrennu í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á St Etienne í Evrópudeildinni.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum en þetta var fyrsta þrenna Zlatan fyrir United.

Þessi 35 ára gamli framherji hefur skorað 23 mörk á sínu fyrsta tímabili á Englandi.

EFtir leik fór Zlatan í viðtal og ræddi þar um afrek sín á ferlinum.

,,Hvert sem ég hef farið þá hef ég unnið, ég er eins og Indiana Jones,“ sagði sænski framherjin.

Ummæli hans má sjá hér að neðan.


desktop