Zlatan: Tók mig þrjá mánuði að taka yfir England

Zlatan Ibrahimovic framherji Manchester United segir að það hafi aðeins tekið sig þrjá mánuði að taka yfir England.

United samdi við Zlatan í sumar en sænski framherjinn hefur skorað 13 mörk í deildinni, einu minna en Diego Costa sem er markahæstur.

,,Ég er ekki að elta neinn,“ sagði Zlatan þegar hann var spurður um það hvort hann stefndi á að ná Diego Costa sem er markahæstur í deildinni.

,,Ég er að eltast við þann stóra, sigur í ensku úrvalsdeildinni. Það er mitt markmið. Einstaklingsverðlaun koma bara sem hluti af þeim, það er bónus fyrir leikmenn.“

,,Ef liðsheildin gerir vel þá mun einstaklingurinn standa sig, ég reyndi að hjálpa liðinu og gera mitt allra besta. Skora mörk, spila vel og skapa færi fyrir samherja mína. Svo lengi sem ég er að gera það þá veit ég að ég mun hjálpa liðinu.“

,,Ég er ekki með nein einstaklings markmið því ég hef náð þeim, ég ætlaði mér að taka yfir England og það tók mig þrjá mánuði.“


desktop